Hollenskur landsliðsmaður orðaður við Gummersbach
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Luc Steins - Holland (Henk Seppen / Orange Pictures / DPPI via AFP)

Hollenski landsliðsmaðurinn, Luc Steins er orðaður við þýska úrvalsdeildarliðið Gummersbach þar sem Guðjón Valur Sigurðsson ræðir ríkjum.

Luc Steins er í dag leikmaður Paris Saint Germain í Frakklandi en það er Hen Livgot sem greinir frá á X síðu sinni. Þar segir hann að Luc Steins hafi í huga að yfirgefa Frakkland næsta sumar og er Gummersbach líklegur áfangastaður hjá Hollendingnum.

Hollendingurinn knái, hefur leikið með PSG frá árinu 2020 en frá því að hann yfirgaf heimaland sinn 2016 hefur hann allan sinn atvinnumannaferil leikið í Frakklandi.

Luc Steins er að sjálfsögðu í lokahóp hollenska landsliðsins á Evrópumótinu sem framundan er. Holland er í riðli með Króatíu, Georgíu og heimamönnum í Svíþjóð en tvö efstu lið riðilsins fara áfram í milliriðla. Þar gætu þær þjóðir mætt Íslandi takist íslenska liðinu að komast áfram úr sínum riðli.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 15
Scroll to Top