Bjarki Már Elísson (Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)
Íslenska landsliðið kom saman á fyrstu æfingu sinni í undirbúningi sínum fyrir Evrópumótið í Safamýrinni í dag en fyrsti leikur Íslands á EM verður föstudagskvöldið 16.janúar gegn Ítalíu. Bjarki Már Elísson einn reynslu mesti leikmaður íslenska landsliðsins var ánægður að vera valinn í lokahópinn hjá Snorra Steini og er fullur tilhlökkunar. Hann var í viðtali við Handkastið fyrir æfinguna í dag. ,,Stemningin í hópnum er góð eins og alltaf. Það er gaman að hitta strákana og við erum spenntir og bjartsýnir. Við ætlum okkur einhverja hluti og þá þarf að byrja að leggja inn vinnu og það byrjar í dag." ,,Það er alltaf mikill spenningur fyrir hvert stórmót. Þetta er það skemmtilegasta sem maður gerir. Ég held ég geti talað fyrir allan hópinn hvað það varðar, að fara á stórmót og vera með alla þjóðina með sér í liði. Fullt af fólki úti og spila við góð lið,” sagði Bjarki Már meðal annars í viðtalinu við Handkastið. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.