Daníel og Sandra (
Handboltaparið Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason trúlofuðu sig á nýársdag í Stuttgart í Þýskalandi. Parið sem býr núna í Vestmannaeyjum og leika þar með ÍBV trúlofuðu sig í Stuttgart í Þýskalandi þar sem þau bjuggu áður en þau fluttu til Íslands á síðasta ári. Í Þýskalandi spilaði Sandra þar með Metzingen og Daníel með Balingen. Þau hefur verið saman síðan 2018 og eiga eins og hálfs árs gamlan son, Martin Leo Daníelsson.
Sandra er fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins og næstmarkahæst í Olís deild kvenna. Daníel Þór er með 38 mörk í 11 leikjum fyrir ÍBV og missti af nokkrum leikjum vegna meiðsla.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.