wValur (Egill Bjarni Friðjónsson)
Fyrsta leik 12.umferðar Olís deildar kvenna var að ljúka þegar Fram fékk Val í heimsókn upp í Úlfarsárdal. Gestirnir á Hlíðrarenda voru fljótar að ná góðri forystu strax í byrjun leiks en Hafdís Renötudóttir fór á kostum og varði fjórtán bolta í dag. Staðan í hálfleik var 10-19 fyrir Val. Valskonur héldu bara áfram í þeim síðari og var sigurinn aldrei í hættu og lokatölur 19-30 fyrir Val sem byrja árið 2026 gríðarlega sterkt og eru á toppi deildarinnar með 20.stig. Atkvæðamest í liði gestanna var Elísa Elíasdóttir með fimm mörk. Lovísa Thompsen fylgdi henni á eftir með fjögur mörk. Atkvæðamest í liði Fram var Hulda Dagsdóttir með fjögur mörk. Alfa Brá Oddsdóttir kom á eftir Huldu með þrjú mörk skoruð.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.