Danir urðu síðast Evrópumeistarar fyrir 14 árum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Danmörk (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Það er áhugavert að rýna í söguna en fyrir Evrópumótið sem hefst á fimmtudaginn eru Danir taldir lang lang lang líklegastir til að verða Evrópumeistarar en hvernig hefur þeim gengið á undanförnum Evrópumótum?

Svarið er illa.

Danmörk tapaði á Evrópumótinu 2024 í úrslitum gegn Frökkum eftir framlengdan leik þetta var í fyrsta skipti í tíu ár síðan Danmörk komst í úrslitaleikinn á Evrópumótinu en liðið vann Evrópumótið 2012 og 2008 eftir sgira á Serbium á heimavelli 2012 og gegn Króatíu í Noregi 2008.

Danmörk hefur því einungis komist einu sinni í úrslitaleik Evrópumótsins á síðustu fimm mótum og tvívegis unnið til verðlauna. Á sama tíma hafa Spánverjum yfirleitt gengið vel á Evrópumótum og farið í undanúrslit í sjö af síðustu átta mótum. 

Til að setja þetta í samhengi þá hafa Danmörk á sama tíma unnið fjögur síðustu heimsmeistaramót í röð frá árinu 2019 til 2025 og urðu Ólympíumeistarar sumarið 2024 og 2016. Það virðist vera álög á þeim á Evrópumótinu hinsvegar.

Spánverjar urðu Evrópumeistarar á EM 2018 og 2020 og töpuðu gegn Svíum árið 2022. Eftir að hafa farið í úrslit á mótinu 2016, 2018, 2022, 2022 komust þeir ekki í undanúrslit mótsins í Þýskalandi 2024.

Frakkar hafa farið í undanúrslit á fjórum af síðustu sex stórmótum og eru ríkjandi Evrópumeistarar. Þeir unnu Evrópumótið einnig í Danmörku 2014. Þeir hafa aldrei tapað úrslitaleik frá árinu 1994 og þar með unnið mótið í öll þau fjögur skipti sem þeir hafa komist í úrslitaleikinn.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 18
Scroll to Top