Simon Pytlick (Michael Hundt / dpa Picture-Alliance via AFP)
Danski landsliðsmaðurinn, Simon Pytlick leikmaður Flensburg vill yfirgefa félagið í sumar og ganga í raðir Fuchse Berlín strax næsta sumar. Félögin náðu samkomulagi sín á milli fyrir áramót um að Fuchse Berlín myndu kaupa hann frá og með sumrinu 2027. Nú hefur Pytlick tjáð sig um að hann vonist til að geta gengið í raðir Berlínarliðsins strax næsta sumar. Simon Pytlick hefur afhjúpað nýjar upplýsingar um félagaskipti sín. Hann vill meina að framkoma í hans garð af núverandi félagi og stuðningsmönnum Flensburgar hafi ýtt undir þá löngun hans að vilja yfirgefa félagið fyrr en áætlað var. „Ég er tilbúinn að halda áfram og það er enginn vafi á því að ég mun gefa 100 prósent til félagsins allan þann tíma sem ég verð hjá því,“ sagði Simon Pytlick en stuðningsmenn Flensburgar hafa sýnt reiði sína gagnvart leikmanninum eftir að tilkynnt yrði að hann myndi yfirgefa félagið sumarið 2027. Simon Pytlick gerði samning við Flensburg til ársins 2030 og þá var í blómanum. Skjótt skipast veður í lofti hinsvegar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.