Dominik Kuzmanovic (Damir SENCAR / AFP)
Króatía er á fullu í undurbúning sínum fyrir Evrópumótið sem hefst 15.janúar. Lærisveinar Dags Sigurðssonar fengu Þýskaland í heimsókn í fyrri æfingaleik liðanna í gær og leikurinn endaði með 29-32 sigri Þýskalands. ,,Úrslitin mikil vonbrigði. Ég er ekki ánægður með marga hluti í okkar leik og meðal annars hvernig við hlaupum til baka í fyrri hálfleik, það var glæpsamlegt." ,,Þetta var skelfilegt. 80 % af mörkunum sem við fengum á okkur komu úr hraðahlaupum upp völlinn og við verðum að laga þetta." sagði Dagur Sigurðsson, þjálfari Króatíu Liðin tvö mætast aftur á sunnudag en eins og flestir vita þá er Alfreð Gíslason þjálfari þýska landsliðsins.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.