Birna Berg Haraldsdóttir - wÍBV (Eyjólfur Garðarsson)
Birna Berg Haraldsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við ÍBV sem gildir til ársins 2028 en ÍBV greindi frá þessu á samfélagsmiðlum félagsins. Birna Berg er fædd árið 1993 og verður 33 ára á árinu. Hún gekk í raðir ÍBV frá Neckarsulmer í Þýskalandi árið 2020 og hefur síðan verið lykilmaður í liði ÍBV Úr tilkynningu ÍBV: Birna hefur verið mikilvægur hlekkur í liðinu frá haustinu 2020, þegar hún kom frá Neckarsulmer í Þýskalandi. Hún hefur sýnt bæði metnað og stöðugleika innan vallar sem utan.
Við hlökkum til áframhaldandi samstarfs og spennandi verkefna framundan.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.