Hættir með norsku bikarmeistarana eftir tímabilið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bjarte Myrhol (Runar)

Eftir aðeins eitt og hálft ár sem aðalþjálfari Runar í norsku úrvalsdeildinni hefur Bjarte Myrhol ákveðið að stíga til hliðar eftir þetta tímabil. Bjarte Myrhol gerði Runar að bikarmeisturum milli jól og nýárs eftir sigur á Kolstad eftir vítakastkeppni.

Samhliða þjálfun Runar hefur Bjarte Myrhol unnið fullt starf hjá Learn Handball sem sérhæfir sig í því að breiða út fræðslu um þjálfun á handbolta. Hann hyggst ætla leggja enn meiri fókus á það verkefni og fjölskylduna.

Myrhol var með þriggja ára samning við norska félagið og hættir því ári fyrr en gert var ráð fyrir.

„Allt sem ég geri vil ég gera 100 prósent. Á sama tíma hef ég áttað mig á því að það eru ekki nægir tímar í sólarhringnum til að sameina hlutverkið sem fastráðinn meistaraflokksþjálfari í efstu deild, fullt starf hjá Learn Handball og lífið sem þriggja barna faðir,“ segir Myrhol við norska sjónvarpsstöðina TV 2 Sport.

Norskafélagið Runar hefst þar með leit að eftirmanni Myrhol fyrir næsta tímabil.

Myrhol lauk löngum og farsælum ferli sínum sem leikmaður árið 2022 en Runar er hans fyrsta meistaraflokks starf.

Hann lék yfir 250 landsleiki fyrir Noreg og vann til tveggja silfurverðlauna á heimsmeistaramótinu, á HM 2017 og HM 2019.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 15
Scroll to Top