Martröð Slóvena heldur áfram – Markvörðurinn farinn heim
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Klemen Ferlin ((Tom Weller / dpa Picture-Alliance via AFP)

Klemen Ferlin ver ekki mark Slóveníu á komandi Evrópumóti en slóvenska handknattleikssambandið tilkynnir þetta á samfélagsmiðli sínum í morgun.

Klemen Ferlin sem er markvörður stórliðs Kielce í Póllandi hefur verið að glíma við meiðsli í fæti og hafa þau meiðsli haft áhrif á Ferlin síðustu daga. Sú ákvörðun hefur verið tekin að Ferlin yfirgefi herbúðir Slóveníu og haldi heim í frekari læknisskoðun.

Meiðslalisti Slóveníu er með ólíkindum langur og það verður að segjast eins og er að fyrirfram voru Slóvenar taldir líklegastir í sínum riðli með Sviss, Færeyjum og Svartfjallalandi. Nú er staðan hinsvegar orðin allt önnu og þarf Uros Zorman að kafa djúpt í þjálfarabókina til að finna lausnir á komandi móti.

Þrátt fyrir mikil meiðsli þá vann Slóvenía fimm marka sigur á Austurríki á sunnudaginn 36-31 en íslenska landsliðið vann sannfærandi sigur á Slóveníu á föstudaginn 32-26.

Á dögunum heltist Alex Vlah liðsfélagi Ferlin hjá Kielce úr lestinni vegna meiðsla en áður hafði verið tilkynnt að þeir Nejc Cehte, Blaž Blagotinšek, Borut Mačkovšek, Miha Zarabec, Matic Grošelj, Tadej Kljun, Mitja Janc og Jaka Malus væru frá vegna meiðsla.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 9
Scroll to Top