Gísli Þorgeir Kristjánsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Handboltahöllin hefur fjallað um Olís-deildir karla og kvenna í opinni dagskrá öll mánudagskvöld fyrir áramót en nú er Olís-deild karla komin í frí. Fjallað var um leiki 12.umferðar í Olís-deild kvenna í síðasta þætti og síðan var að sjálfsögðu rætt um komandi Evrópumót. Hörður Magnússon stýrir skútunni og hjá honum voru þau Ásbjörn Friðriksson og Rakel Dögg Bragadóttir. Hörður Magnússon opnaði umræðuna á skýrum skilaboðum. ,,Þetta er að fara af stað. Ég ætla bara að segja það, ég hef fylgst með íslenska karla landsliðinu frá því ég man eftir mér. Ég segi að undanförnum 10-15 árum þá hefur oft á tíðum ekki verið innistaða fyrir bjartsýni. Það hefur verið keyrð upp ofur bjartsýni. Ég verð að segja alveg eins og er, frekar raunsær maður að þetta er besta tækifærið okkar og besta landslið síðan við unnum bronsið á EM 2010.” Hér að neðan má sjá umræðuna um komandi Evrópumót í Handboltahöllinni þar sem þau þrjú virtust vera mjög bjartsýn fyrir komandi móti.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.