Aron Pálmars segir leið Íslands í undanúrslitin fáránleg – Ertu að grínast?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Aron Pálmarsson (J.Long)

Aron Pálmarsson var heiðursgestur Biðstofunnar hlaðvarpsþáttar Ríkissjónvarpsins í aðdraganda EM þar sem Helga Margrét Höskuldsdóttir stýrir þáttunum með sérfræðingum RÚV á meðan EM stendur, þeim Loga Geirssyni, Kára Kristjáni Kristjánssyni og Ólafi Stefánssyni.

Helga Margrét opnaði þáttinn á að spyrja Aron hvernig hann hefði það þessa dagana?

,,Ég hef það gott, pínu skrítin þessa fyrsta vika ársins að vera ekki á æfingum og vera bara að lesa um mótið en ekki þátttakandi, annars fínn.”

Ertu sáttur með að vera hættur?

,,Ekki eftir að ég sá þessa greiðu leið í undanúrslitin, ertu að grínast? Þetta er fáránlegt,” sagði Aron Pálmarsson og grínaðist í kjölfarið að hann gæti tekið fram skóna þar sem hann væri á 35 manna EM listanum. Helga Margrét Höskuldsdóttir þáttastjórnandi Biðstofunnar keypti grínið og spurði Aron í hreinni hreinskilni er það?

Farið var yfir margt í þættinum með Aroni þar sem hann var spurður krefjandi spurninga um sitt val á byrjunarliði, hvað hentaði best og hvaða breytingar hann myndi vilja sjá á mótinu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 50
Scroll to Top