ÍBV slá ekkert af í toppbaráttunni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sara Dögg Hjaltadóttir (Sævar Jónasson)

ÍR tók á móti ÍBV í Skógarselinu í kvöld í 13.umferð Olís deildar kvenna.

Heimakonur voru ekki búnar að vinna leik síðan fyrir landsliðspásuna í nóvember meðan ÍBV var á fljúgandi siglinu á toppi deildinnar með Val.

Jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en eftir um 15 mínútna leik gáfu Eyjakonur í og komust fimm mörkum yfir 7-12. Þær héldu forskotinu út fyrri hálfleikinn og leiddu 12-16 þegar flautað var til leiksloka.

ÍR komu mjög kraftmiklar út í síðari hálfleikinn og voru komnar 20-19 yfir eftir um 10 mínútna leik. Þá fór allt í baklás hjá heimakonum sem náðu ekki að skora mark næstu 12 mínútnar og ÍBV komst aftur fjórum mörkum yfir í 20-24. ÍR reyndi að klóra í bakkann undir restina en höfðu ekki erindi sem erfiði og lokatölur voru 26-29 fyrir ÍBV sem sitja nú einar í efsta sæti deildarinnar en Valur á leik til góða.

ÍR sitja ennþá í 3.sæti deildinnar með 14 stig, stigi á undan Fram.

Sara Dögg Hjaltadóttir var markahæst hjá ÍR í kvöld með 9 mörk en hjá ÍBV var Birna Berg Haraldsdóttir markahæst með 9 mörk.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top