Giorgi (Egill Bjarni Friðjónsson)
Giorgi Dikhaminjia hægri hornamaður KA er á leiðinni á Evrópumótið með Georgíu en þeir eru í riðli með Svíþjóð, Króatíu og Hollandi. Giorgi sagði í samtali við Handkastið að undirbúningur hafi gengið vel en liðið kom saman í Tiblisi í lok desember og byrjuðu undirbúninginn strax af fullu krafti með tveim æfingarleikjum gegn Sádi Arabíu. Þeir ferðuðst svo til Slóvakíu þann 6.janúar og eru búnir að vera í æfingarbúðum þar sem þeir mættu Kúveit og Alsír í æfingarleikjum. Hann segist vera spenntur fyrir komandi verkefni með landsliðinu. ,,Mér líður frábærlega og finn að ég hef fullt traust þjálfarans þar sem ég hef spilað allan æfingarleikina frá upphafi til enda." Þess má geta að þjálfari Georgíu er Tite Kalandadze fyrrum leikmaður Stjörnunnar og ÍBV. Georgía er á leiðinni í erfitt verkefni þar sem riðillinn þeirra er gríðarlega sterkur og vonast Giorgi eftir því að liðið muni öðlast reynslu á alþjóðlega sviðinu og hann og aðrir leikmenn liðsins nái að vaxa enn frekar. ,,Eins og þið vitið þá er riðillinn okkar mjög sterkur en markmiðið okkar er að sjálfsögðu að reyna að komast áfram í milliriðla. Okkar tókst að sigra leik þegar við kepptum á okkar fyrsta Evrópumóti og núna tveim árum síðar eru við orðnir mun betri og með meiri reynslu á stóra sviðinu." Hlutverk Giorgi í liðinu er stórt og hefur hann spilað nánast alla landsleiki með liðinu síðan 2016 þegar hann kom fyrst í það. ,,Eins og ég sagði áður þá hef ég full traust þjálfarans og kem inn í mótið með mikið sjálfstraust eftir gott tímabil með KA á Íslandi. Andri og strákarnir í KA eiga einnig stóran þátt í hversu vel ég kem inn í þetta mót eftir frábæran fyrri hluta tímabilsins á Íslandi." Eins og áður sagði er þjálfari Georgíu, Tite Kalandedze , og byrjaði Giorgi að spila undir hans stjórn með félagsliði í heimalandinu. Hann sagði að Tite hefði talað mikið um tíma sinn á Íslandi þegar hann spilaði undir hans stjórn á árum áður og hversu líkamlega erfið deildin hefði verið á þeim tíma. ,,Eftir ég byrjaði að spila á Íslandi þá heyrðu ég mikið af sögum um Tite og hans tíma á Íslandi. sem ég hef verið duglegur að segja honum frá þegar ég kem í landsliðsverkefni." Georgía hefur leik á Evrópumótinu á laugardaginn þegar þeir mæta Degi Sigurðsson og drengjunum hans í Króatíu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.