Þýsku landsliðsmennirnir gætu sótt ágætis summu sigri þeir EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Alfreð Gíslason (Swen Pförtner / dpa Picture-Alliance via AFP)

Verði Þjóðverjar Evrópumeistarar undir stjórn Alfreðs Gíslasonar fá hver og einn leikmaður 4,3 milljónir króna í sigurbónus. Það er Handball-world.news em greinir frá.

Evrópumótið sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Danmörku hefst á morgun. Þjóðverjar eru í riðli með Austurríki, Serbíu og Spáni en liðið mætir Austurríki í fyrsta leik sínum á mótinu á morgun.

Þýsku leikmennirnir geta átt von á stórum bónus ef þeim tekst að vinna Evrópumeistaramótið
Aldrei hefur önnur eins upphæð sést í handboltanum fyrir sigurbónus á stórmóti.

Í frétt á Hbold.dk segir að ef þýsku leikmönnunum tekst að vinna gull á Evrópumótinu geti þeir átt von á bónus upp á 575.000 evrur sem samsvarar 4,3 milljónir íslenskrar króna.

Komist liðið í úrslitaleikinn sjálfan tryggja leikmenn þýska landsliðsins sér, 430.000 evrur eða 3 milljónir íslenskra króna en tapi liðið í undanúrslitum en vinnur til bronsverðlaun tryggja leikmennirnir sér 340.000 evrur eða um um 2,5 milljónir króna í bónus.

Það er hinsvegar löng leið framundan fyrir Þjóðverja því í milliriðli geta þjóðir á borð við Danmörku, Frakkland, Portúgal og Noreg beðið þeirra.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top