Nikolej Krickau - Bob Hanning (Fuchse Berlín)
Fyrrverandi þjálfari Kristianstad og núverandi landsliðsþjálfari Finna, Ola Lindgren segir í viðtali við sænskt handbolta hlaðvarp að núna sé komið að Íslandi og hann hafi trú á liðinu á EM í ár. „Ég veit ekki hversu oft fyrir hvert einasta stórmót maður hefur talað um það hversu miklir hæfileikar og mikil gæði búa í liðinu en ég hef trú á þeim í ár, þeir fara langt og allavega í undanúrslit." En eins og oft áður sé stóra spurningin með liðið hvernig markvarslan mun verða. „Alltaf þegar við tölum um Ísland þá stoppum við hérna, þeir eru með Viktor Gísla Hallgrímsson en hvaða klassa mun hann vera í? Hann getur verið heimsklassa en hefur ekki sýnt það hingað til og hver bakkar hann upp? Gamla goðsögnin Björgvin Páll Gústavsson sem er á seinustu metrunum." Lindgren hefur hinsvegar litla trú á Ítölum sem eru með hinn skemmtilega Bob Hanning framkvæmdarstjóra Füsche Berlin við stjórnvölinn. „Síðustu árin hefur maður meira séð hann setja saman lið frekar en að þjálfa leikmenn. Hann hefur mikla skoðun á þýskum handbolta og ákveðna reynslu sem þjálfari en það mun samt ekki hjálpa Ítölunum sem munu enda í neðsta sætinu í riðlinum," sagði Lindgren að lokum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.