Lukas Jorgensen SG Flensburg-Handewitt - THW Kiel ((Michael Schwartz / dpa Picture-Alliance via AFP)
Þrátt fyrir fullt hús stiga hjá Danmörku á Evrópumótinu þá urðu þeir fyrir blóðtöku í sigrinum gegn Rúmeníu í gær. Lukas Jörgensen línumaður Flensburg meiddist á fæti í leiknum og var borinn af velli á 50.mínútu af liðsfélögum sínum í danska liðinu. Nicolaj Jacobsen þjálfari danska landsliðsins sagði að sigurinn gegn Rúmeníu væri súrsætur vegna meiðsla Jörgensen. Hann sagði að þetta liti ekki vel út en þeir yrðu að bíða og sjá. ,,Við vonum auðvitað allir að þetta líti betur út en á þessari stundu lítur þetta ekki vel út," sagði Nicolaj Jacobsen í viðtali við fjölmiðla eftir leik.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.