Teitur orðaður frá Gummersbach – Ekki neinar ákvarðanir verið teknar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Teitur Örn Einarsson2 (Sævar Jónasson)

Teitur Örn Einarsson, leikmaður Gummersbach og Íslenska landsliðsins gæti verið á förum frá Gummersbach en hann hefur verið orðaður við tvö félög í Þýskalandi. Wetzlar og Göppingen en samningurinn hans við Gummersbach er að renna út núna í sumar.

Teitur Örn viðurkennir að það hafa verið viðræður í gangi við Wetzlar en þar mundi Teitur hitta Íslendinginn Rúnar Sigtryggsson sem þjálfar Wetzlar.

,,Við erum að skoða okkur um en ég er ekki búin að taka neinar ákvarðanir og ég skoða allan áhuga sem kemur. Ég er búin að vera í einhverjum viðræðum við Wetzlar og ég get alveg sagt það en ég er ekki búin að taka neinar ákvarðanir."

Teitur Örn Einarsson er ekki að horfa í að hlutirnir gerist strax eftir Evrópumótin heldur næsta sumar og Teitur vill klára tímabilið með Gummersbach.

,,Mér líður vel í Gummersbach og ég vill klára tímabilið með liðinu mínu en síðan veit maður ekkert hvað gerist, það er ekkert nelgt í þessu og eins og staðan er í dag er ég með samning út tímabilið og ég er að leita af nýjum samning fyrir næsta tímabil."

Göppingen hefur líka komið til greina en þar myndi Teitur Örn hitta liðsfélagann sinn í landsliðinu en Ýmir Örn Gíslason leikur með Göppingen.

,,Það eru alveg búnar að koma upp spurningar með það og umboðsmaðurinn minn hefur verið í einhverjum samtölum við þá en ég er ekki búin að tala sjálfur við þjálfarann eða neitt svoleiðis."

Nánar var rætt við Teit Örn í spilaranum hér að neðan en Íslenska landsliðið er að undirbúa sig undir fyrsta leik í milliriðli en hann verður gegn Króatíu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top