Gísli Þorgeir Kristjánsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Það er óhætt að segja að sagan sé ekki með íslenska landliðinu í liði þegar það mætir Svíþjóð í dag. Handbolti.is tók saman síðustu viðureignir liðanna. Liðin hafa mæst fimm sinnum á Evrópumótum og hefur Ísland einungis unnið einu sinni en sá sigur kom í Króatíu árið 2018 þegar Ísland vann Svía 26-24. Hinar fjórar viðeignir liðanna á Evrópumótinu hafa Svíar unnið og hafa tveir af þeim sigrum komið á heimavelli. Ísland tapaði gegn Svíum í undanúrslitum árið 2002 í Globen en leiknum lauk með 11 marka sigri heimamanna, 33-22. Liðin mættust í Malmö árið 2020 og þá vann sænska liðið einnig öruggan 9 marka sigur, 34-25. Hinir tveir tapleikirnir gegn Svíþjóð á Evrópumótinu voru árið 2008 þegar Svíþjóð vann 24-19 og árið 2000 þegar Svíar unnu 31-23. Leikur Íslands og Svíþjóðar hefst í dag klukkan 17:00.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.