Einkunnir Íslands: Malmö er blá!
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland - Óðinn Þór Ríkharðsson - Viggó Kristjánsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Íslenska landsliðið mætti því sænska í Malmö í dag. Fyrirfram var búist við erfiðum leik þar sem Svíar höfðu haft betur gegn okkur gegnum tíðina á heimavelli.

Íslensku strákarnir mættu dýrvitlausir til leiks og var allt annað að sjá þá heldur en í leiknum á föstudaginn gegn Króötum. Ákefðin var mikil bæði varnar og sóknarlega og var hraðinn keyrður upp í leiknum.

Viggó Kristjánsson var með frábæra innkomu í leiknum og nýtti tækifærið sitt vel bæði sóknar og varnarlega. Það skiptir í raun ekki máli hver kom inná, allir íslensku leikmennirnir voru stórkostlegir í kvöld þegar Ísland rúllaði yfir Svía með átta marka mun, 35-27.

Einkunnir Íslands má sjá hér:

Björgvin Páll Gústavsson - Spilaði lítið
Viktor Gísli Hallgrímsson 9
Arnar Freyr Arnarsson - 7
Bjarki Már Elísson - 8
Einar Þorsteinn Ólafsson - Spilaði ekki
Elliði Snær Viðarsson 8
Gísli Þorgeir Kristjánsson 9
Haukur Þrastarson 9
Janus Daði Smárason 8
Orri Freyr Þorkelsson - Spilaði ekki
Óðinn Þór Ríkharðsson - 8
Ómar Ingi Magnússon 8
Teitur Örn Einarsson - Spilaði ekki
Viggó Kristjánsson 10
Ýmir Örn Gíslason 8
Þorsteinn Leó Gunnarsson - Spilaði lítið

10 - Óaðfinnanleg frammistaða
9 - Frábær frammistaða
8 - Mjög góður
7 - Góður
6 - Ágætur
5 - Þokkalegur
4 - Lélegur
3 - Mjög lélegur
2 - Arfa slakur
1 - Óboðleg frammistaða

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top