Líður eins og Ómar sé stærri heldur en liðið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ómar Ingi Magnússon (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Í uppgjörsþætti Handkastsins í gærkvöldi eftir sigur Íslands á Svíþjóð í milliriðli Evrópumótsins var hringt til Malmö og heyrt í Sérfræðingnum, sem staddur var í Malmö Arena á leiknum sjálfum.

Þar spurði Stymmi klippari, Sérfræðingin hvernig stemningin í Malmö væri. ,,Stemningin er ágæt, það var löngu orðið tímabært að Sérfræðingurinn þurfi ekki að fara heim með skottið á milli lappana af stórmóti og þakklæti er mér efst í huga akkúrat núna,” sagði Sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson einn af þáttastjórnendum Handkastsins.

Stymmi beindi athygli næst að viðtali sem Arnar Daði tók við Snorra Stein á laugardaginn sem birt var á hlaðvarpsveitum Handkastsins en Arnar Daði hafði fengið mikið lof fyrir viðtalið þar sem Snorri Steinn var spurður gagnrýnda en að margra mati réttlætanlegra spurninga varðandi spilatíma Viggós á mótinu og hversu lítið seinni bylgjan hafi skilað íslenska landsliðinu á mótinu.

,,Þetta var það sem var á milli tannana á fólki eftir síðasta leik og eftir Ungverja leikinn. Ég veit ekki hvort þið tókuð eftir því en ég gekk aðeins á hann þegar hann fór að verja ákvarðanir sínar að vera ekki að spila Viggó meira, því þegar vörnin var góð var hann ekki tilbúinn að breyta sóknarleiknum og svo öfugt. En auðvitað verður maður að átta sig á því að þegar verið að þjálfa svona lið, á þessu kaliberi þá treystir þú á ákveðna leikmenn og þú ert alltaf að bíða og vona eftir að þeir geri eitthvað. Síðan ef ekkert gerist þá er rosalega auðvelt að vera með einhverjar eftiráskýringar í kjölfarið. Það sem ég hef hinsvegar verið að kalla eftir er að þetta er ekki í fyrsta skipti sem ekkert gerist,” sagði Arnar Daði og hélt áfram: 

,,Síðan ertu með leikmann eins og Viggó Kristjánsson sem hefur verið markahæsti leikmaður Íslands á síðustu tveimur stórmótum. Þú ert ekki að fara setja inn Teit Örn Einarsson eða Kristján Örn Kristjánsson með fullri virðingu fyrir þeim. Síðan er alveg hægt að bæta því við að Ómar Ingi hefur ekkert gert fyrir Snorra Stein, maður myndi skilja þessar ákvarðanir Snorra Steins ef Ómar hafi verið búinn að vera sigla inn sigrum fyrir Snorra Stein með landsliðinu á mikilvægum augnablikum.” 

Viggó Kristjánsson var hreint út sagt stórkostlegur í leiknum og skoraði ellefu mörk úr ellefu skotum þar af sex mörk af vítalínunni. Ómar átti einnig góðan leik en hann skoraði fjögur mörk í leiknum og gaf fjórar stoðsendingar. Viggó spilaði meiri hluta leiksins en spilmínútur hans hingað til á mótinu hafa verið af skornum skammti.

,,Það er aldrei gott þegar leikmaður er orðinn stærri en liðið og manni líður eins og Ómar sé stærri heldur en liðið og í dag var þetta pínlegt. Í mótlætinu í seinni hálfleik þegar Viggó var inná, þá horfði maður á Ómar á bekknum sem fyrirliða liðsins og hann leit ekki út fyrir að vera maðurinn sem var tilbúinn að koma inná í mótlætinu."

Lengra og ítarlegra spjall við Arnar Daða má hlusta á, í upphafi nýjasta þáttar Handkastsins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top