EM í dag – Ísland þarf að treysta á önnur lið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dagur er sigri frá undanúrslitunum (Damir SENCAR / AFP)

Fyrstu tveimur leikjum dagsins er lokið í milliriðli tvö en óhætt er að segja að úrslitin hafi ekki farið vel fyrir okkur Íslendinga.

Ísland fór hægt af stað gegn Sviss en margir sögðu fyrir leik að þetta yrði einungis formsatriði fyrir liðið eftir magnaðan sigur á Svíum á sunnudag. Það kom þó á daginn að enginn leikur á stórmóti er gefins og Sviss voru erfiðir viðureignar.

Það var mikið tempó í leiknum og Viktor Gísli átti í erfiðleikum í markinu. Sviss gaf ekki tommu eftir og náðu meðal annars þriggja marka forystu þegar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum. Þeir áttu meir að segja möguleika að ná fjögurra marka forystu en brást bogalistin. Hægt og rólega náðu Ísland að minnka muninn og að lokum var staðan jöfn í hálfleik í miklum markaleik, staðan 19-19.

Í síðari hálfleiknum var svolítið meira af því sama, Sviss héldu áfram að finna auðveldar leiðir framhjá slökum varnarleik Íslands sem fann engan veginn taktinn í dag og Björgvin Páll Gústavsson kom einnig inn í mark Íslands en það breytti þó litlu. Sviss náði aftur þriggja marka forystu og útlitið dökkt hjá íslenska liðinu.

En einhvern veginn tókst liðinu að klóra sig til baka inn í leikinn og þeir náðu að jafna leikinn þegar aðeins meira en mínúta var eftir. Sviss fékk dæmdan á sig ruðning úr seinustu sókn sinni og ótrúlegt en satt fékk Ísland tækifæri til að vinna leikinn. En eins og leikurinn hafði spilast þá að sjálfsögðu tókst Íslandi ekki að finna sigurmarkið og jafntefli niðurstaðan, lokatölur 38-38 og gríðarleg vonbrigði fyrir bæði leikmenn Íslands og Íslendingana í stúkunni! Úrslitin þýða það að Ísland þarf að treysta á það að Svíar og Króatar misstígi sig.

Króatar tóku á móti Slóveníu beint eftir okkar leik og þar var í rauninni aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda, Slóvenar héldu þessu þó alltaf spennandi en manni leið þó allan tímann eins og Króatar væru með þetta í sínum höndum. Þeir náðu fljótt undirtökunum og leiddu nánast allan leikinn.

Slóvenar jöfnuðu leikinn einu sinni en það var á 43.mínútu en þá stigu Króatar aftur á bensíngjöfina og náðu þriggja marka forystu sem Slóvenar náðu aldrei að brúa almennilega. Króatar keyrðu svo yfir þá í lokin og unnu góðan fjögurra marka sigur, 25-29.

Þessi úrslit þýða það að Króatar eru komnir með 6 stig, Ísland er með 5 stig og Slóvenar 4 stig. Þessi lið eru öll búin með fimm leiki á meðan Svíar eru með 4 stig eftir fjóra leiki en þeir mæta Ungverjum í kvöld.

Úrslit dagsins:

Ísland 38-38 Sviss

Slóvenía 25-29 Króatía

19:30 - Svíþjóð - Ungverjaland

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top