Jason sleit krossband á landsliðsæfingu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Jason Stefánsson ((ÍBV)

Hinn ungi og þrælefnilegi leikmaður ÍBV, Jason Stefánsson varð fyrir því óláni að slíta fremra krossband á æfingu með U19 ára landsliðinu í síðasta mánuði. Þetta staðfesti Jason í samtali við Handkastið.

,,Þetta gerðist á æfingu þar sem ég var í hraðaupphlaupi. Ég lenti eitthvað skringilega á hælnum og missti hnéð inn á við og fann smell," sagði Jason er hann lýsti atvikinu í samtali við Handkastið. Jason var á æfingu með U19 ára landsliðinu sem þá var að undirbúa sig fyrir Opna Evrópumótið sem fram fór í Gautaborg.

,,Það fylgdi þessu samt enginn sársauki þannig lagað þannig ég hélt að þetta væri kannski ekki svona alvarlegt. Ég fór síðan að hitta Örnólf lækni og síðan í myndatöku þar sem kom í ljós að ég er með slitið fremra krossband," sagði Jason sem segir að stefnan sé að fara í aðgerð í byrjun ágúst.

Það er því ljóst að Jason leikur ekki með U19 ára landsliðinu á HM í Egyptalandi sem framundan er og missir einnig af næsta tímabili með ÍBV í Olís-deildinni.

Jason stimplaði sig inn í lið ÍBV á síðustu leiktíð en hann lék stórt hlutverk varnarlega hjá liðinu. Nú tekur við aðgerð og síðan endurhæfing og gert er ráð fyrir því að hann verði klár í slaginn fyrir tímabilið 2026/2027. Jason skrifaði í byrjun maí undir þriggja ára samning við sitt uppeldisfélag og er því samningsbundinn ÍBV til ársins 2028.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 16
Scroll to Top