Grótta skoraði 51 mark gegn Selfossi 2
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Kári Kvaran skoraði fjögur mörk. (Sævar Jónasson)

Grótta heldur áfram á sigurbraut í Grill66-deild karla með sigri á Selfossi 2 á heimavelli í kvöld 51-27 en þetta var lokaleikur 3.umferðarinnar.

Staðan í hálfleik var 29-16 fyrir heimamönnum sem léku við hvern sinn fingur og raðaði inn mörkunum. Grótta breytti stöðunni úr 7-4 í 21-8 á stuttum tíma í fyrri hálfleik.

Þriðji sigur Gróttu staðreynd en þetta var fyrsta tap Selfoss 2 í deildinni. Framundan er stórleikur í Grill66-deildinni er Víkingur og Grótta mætast í Safamýrinni á föstudagskvöldið klukkan 19:00.

Tómas Bragi Starrason var markahæstur í liði Gróttu með átta mörk en Bessi Teitsson og Sæþór Atlason komu næstir með sex mörk. Kári Kvaran skoraði fimm mörk og aðrir minna en allir útileikmenn Gróttu skoruðu í leiknum.

Hannes Pétur Hauksson fór á kostum í markinu og varði 19 skot og Þórður Magnús Árnason fjögur.

Hjá Selfossi 2 var Skarphéðinn Steinn Sveinsson og Hákon Garri Gestsson markahæstir með átta mörk hvor. 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 29
Scroll to Top