Andri Snær tekur við KA

Andri Snær Stefánsson

Andri Snær Stefánsson hefur verið ráðinn þjálfari KA í Olís-deild karla. Andri Snær skrifaði undir þriggja ára samning við KA.

Þetta tilkynnti KA á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu.

Andri tekur við KA liðinu af Halldóri Stefáni Haraldssyni sem sagt var upp störfum eftir síðasta tímabil. Andri Snær var aðstoðarþjálfari Halldórs á síðasta tímabili en áður stýrði Andri Snær kvennaliði KA/Þórs og gerði þær til að mynda að tvöföldum Íslands- og bikarmeisturum.

,,Það er gaman að vera til og það er gaman að taka við uppeldsfélaginu sínu. Það eru spennandi tímar framundan," sagði Andri Snær.

KA endaði í 9.sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð og komst því ekki í úrslitakeppnina.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top