Reynir Þór til Melsungen
(Kristinn Steinn Traustason)

Reynir Þór Stefánsson (Kristinn Steinn Traustason)

Reyn­ir Þór Stef­áns­son er geng­inn til liðs við þýska úrvalsdeildarliðsins Melsungen frá Íslands- og bikar­meist­ur­um Fram. Skrifaði hann und­ir samn­ing sem gild­ir til sum­ars­ins 2028.

Þetta til­kynnti Fram á sam­fé­lags­miðlum sín­um rétt í þessu.

Melsungen er í hópi sterk­ustu liða í Evr­ópu en liðið endaði í 3.sæti þýsku Bundesligunar auk þess sem liðið komst í undanúr­slit Evr­ópu­deild­ar­inn­ar í vet­ur.

Fyrir hjá Melsungen verður línumaðurinn og Framarinn, Arnar Freyr Arnarsson en landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson yfirgefur Melsungen í sumar og gengur til liðs við Magdeburg.

Reynir Þór er fæddur árið 2005 en var lykilmaður í frábæru liði Fram í Olís-deildinni í vetur.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top