Valur kaupir Dag Árna frá KA
Valur handbolti

Dagur Árni Heimisson Valur handbolti

Valur hefur keypt Dag Árna Heimisson frá KA en þetta tilkynnti bæði félögum á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Dagur Árni Heimisson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val en leikmaðurinn var eftirsóttur af mörgum félögum í Olís-deildinni og var til að mynda orðaður við félög erlendis. Nú er það orðið ljóst eftir langa bið að Dagur Árni mun leika með Val í Olís-deildinni á næstu tímabilum.

Dagur Árni sem leikið hefur með KA er aðeins 18 ára gamall og hefur verið burðarás í liði KA síðustu tímabil auk þess sem að vera lykilmaður í 2006 landsliði Íslands. Hann skoraði 132 mörk á síðasta keppnistímabili fyrir KA í Olís-deildinni. Hann er einn af lykilmönnum 19 landsins Íslands sem tekur þátt í lokakeppni HM í Egyptalandi nú í sumar. Hann var valinn í úrvalslið á lokakeppni EM síðasta sumar þegar íslenska liðið endaði í 4.sæti. 

,,Ég er gríðarlega ánægður með að fá Dag Árna til liðs við félagið. Hann er ungur og mjög efnilegur leikmaður með mikla hæfileika og frábært viðhorf. Hann getur náð mjög langt en um leið þurfum við að gefa honum tíma til að aðlagast hjá félaginu og um leið þeim breytingum sem því fylgir að flytja á milli landshluta. Ég hlakka til samstarfsins við hann líkt og aðra leikmenn liðsins” sagði Ágúst Jóhannsson þjálfari karlaliðs félagsins.

Þess má geta að faðir Dags Árna, Heimir Árnason lék á sínum tíma með liði Vals við góðan orðstír.

,,Um er að ræða metfjárhæð í sögu félagsins sem undirstrikar þann gífurlega áhuga sem leikmaðurinn hefur vakið," segir í tilkynningu KA þegar þeir tilkynntu söluna á Degi Árna.

,,Það er auðvitað mikil eftirsjá eftir góðum dreng, bæði innan vallar og utan. En við erum jafnframt stolt af því starfi sem fram fer í yngri flokkum félagsins sem og því tækifæri sem ungum leikmönnum í KA er gefið til að láta ljós sitt skína. Ljóst er að þetta mun skapa ný tækifæri fyrir unga og efnilega leikmenn liðsins til að stíga upp og verður gaman að fylgjast með liðinu í vetur.” segir í  yfirlýsingu frá stjórn. „Salan markar tímamót í sögu félagsins og er til vitnis um öflugt ungmennastarf KA. Við þökkum Degi Árna kærlega fyrir hans framlag til félagsins í bili og óskum honum velfarnaðar. Þá hlökkum við til að sjá ungt og efnilegt lið KA blómstra á næsta tímabili.“

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top