Viktor Lekve tekur við KÍF
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Viktor Lekve (KÍF)

Viktor Lekve hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs KÍF í Færeyjum. Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag.

KÍF enduði í 5.sæti efstu deildar, Burn-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili en sjö lið leika í efstu deildinni þar í landi.

Félagið tilkynnir Viktor Lekve sem aðalþjálfara karla liðsins auk þess sem hann mun sjá um yngri flokka starf félagsins.

Viktor sem er 35 ára fer til Færeyja frá Akureyri þar sem hann var starfsmaður handknattleiksdeildar KA auk þess að þjálfa 3.flokk félagsins. Áður var Viktor aðstoðarþjálfari Sverris Eyjólfssonar hjá Fjölni tímabilin 2022-2024.

Það verður gaman að fylgjast með Viktori reyna fyrir sér í Færeyjum en hann verður annar af tveimur íslenskum þjálfurum í Færeyjum því Kristinn Guðmundsson þjálfar einnig í Færeyjum.

,,Þá er komið að næsta ævintýri. Við fjölskyldan erum ótrúlega spennt fyrir komandi tímum í Færeyjum," skrifaði Viktor Lekve á Facebook síðu sinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 19
Scroll to Top