Aron ekki lengur atvinnulaus
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Aron Pálmarsson í leik með FH (Sævar Jónsson)

Aron Pálmarsson sem tilkynnti óvænt heimsbyggðinni það að hann myndi hætta eftir tímabilið með Veszprem í sumar hefur fundið sér nýtt starf. Þetta tilkynnti Aron í viðtali við Bjarna Helgason hjá Morgunblaðinu.

„Ég er byrjaður að vinna hjá fyr­ir­tæki sem heit­ir Aparta,“ sagði Aron Pálmarsson í Dagmálum og bætti við: ,,Þetta er sjóður sem býður fólki upp á það að við fjár­fest­um í eign­un­um þeirra. Við kaup­um okk­ur inn í fast­eign­ina og eig­um hana með þér. Þú færð greidda ein­greiðslu frá okk­ur og þetta er í raun hugsað fyr­ir alla. Mér bauðst að koma inn í þetta í janú­ar og leist strax mjög vel á þetta."

Aron kom heim til Íslands fyrir tímabilið 2023/2024 og varð Íslandsmeistari með FH það tímabil. Í upphafi síðasta tímabils yfirgaf hann hinsvegar uppeldisfélagið sitt og gekk í raðir stórliðs Veszprem í Ungverjalandi. Þar gerði hann samning við félagið út tímabilið 2025 og varð ungverskur meistari með þeim á dögunum.

Aron tók ákvörðun undir lok tímabilsins að þetta yrði hans síðasta tímabil á ferlinum en Aron er 34 ára og hafði leikið erlendis meira og minna allan sinn feril.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 30
Scroll to Top