Bakhliðin: Elín Klara Þorkelsdóttir
(Eyjólfur Garðarsson)

Elín Klara Þorkelsdóttir (Eyjólfur Garðarsson)

Elín Klara Þorkelsdóttir er á leið í atvinnumennsku eftir að hafa slegið í gegn bæði með Haukum og íslenska landsliðinu að undanförnu. Elín Klara er á leið Svíþjóðar þar sem hún mun leika með Savehof í sænsku úrvalsdeildinni.

Í dag sýnir Elín Klara á sér bakhliðina.

Fullt nafn: Elín Klara Þorkelsdóttir

Gælunafn: Ella 

Aldur: 20

Hjúskaparstaða: Föstu 

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Í febrúar 2020 Bikarleikur gegn Fjölni. 

Uppáhalds drykkur: limon nocco og vatn

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison Break

Uppáhalds tónlistarmaður: Rihanna 

Uppáhalds hlaðvarp: Teboðið

Uppáhalds samfélagsmiðill: Instagram

Frægasti fylgjandinn þinn á Instagram: Karólína Lea

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður HSÍ: Gefa Hebba stöðuhækkun

Hvað ertu að meðaltali mikið í símanum á dag: 3 tíma

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann

Hvernig hljóma síðustu skilaboðin þín til þjálfarans þíns: Hæhæ, klukkan hvað átti ég aftur að mæta á fimmtudaginn?

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: FH

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Jamina Roberts

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Stebbi og Díana 

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ég veit það ekki

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Orri bróðir 

Helsta afrek á ferlinum: Það var geggjað að vera hluti af fyrsta sigri Íslands á EM.

Mestu vonbrigðin: Sleit liðband í ökkla og missti af HM 2023

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Ölfu Brá 

Efnilegasti handboltamaður/kona landsins: Baldur Fritz og Alfa Brá

Besti handboltamaðurinn frá upphafi: Stine Oftedal og Mikkel Hansen

Ein regla í handbolta sem þú myndir breyta: Bæta við því að þjálfarinn má einu sinni í leik biðja um að skoða í VAR.

Þín skoðun á 7 á 6: Hægir á leiknum og breytir honum svolítið. Ekki jafn gaman að horfa á leik þegar lið spila 7 á 6.

Hver er þín fyrsta minning af handbolta: Handboltaæfingar í Strandgötu

Í hvernig handboltaskóm spilar þú: Adidas Crazyflight 

Hvaða þrjá handbolta leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju, og af hverju: Ég tæki Orra Frey til þess að halda uppi léttleikanum, Birki Snæ vegna þess að hann myndi veiða okkur til matar og Alexöndru Líf því að hún væri búin að skipuleggja þyrlu flug heim og safna fyrir því.  

Hvaða lag kemur þér í gírinn: We found love - Rihanna

Rútína á leikdegi: Fæ mér yfirleitt pasta ca 4 tímum fyrir leik, tek léttan göngutúr og horfi á klippur. 

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í Love Island: Ingu Dís 

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég braut tönn í golfi, skaut kúlunni í stöngina og hún fór beint aftur í tönnina mína. 

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Margrét Einars og Sara Katrín því þær eru meistarar.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er. Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Ég myndi spyrja Rihönnu hvort að hún gæti ekki haldið tónleika í Gautaborg eða á Íslandi. 

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top