Fjölgun í Grill66-deild karla
(Eyjólfur Garðarsson)

Hörður leikur í Grill66-deildinni. (Eyjólfur Garðarsson)

Tólf lið leika í Grill66-deildinni tímabilið 2025/2026. Þetta staðfesti Ólafur Víðir Ólafsson starfsmaður mótanefndar HSÍ við Handkastið. Um er að ræða fjölgun um þrjú lið frá síðasta tímabili þar sem einungis níu lið léku í Grill66-deildinni á síðustu leiktíð.

Fjórtán lið óskuðu eftir þátttöku í Grill66-deildinni á komandi leiktíð en það var ákveðið á stjórnarfundi HSÍ í gær að Grill66-deildin yrði leikin með 12 liðum líkt og Olís-deild karla hefur verið undanfarin ár.

Grótta og Fjölnir féllu úr Olís-deildinni á síðustu leiktíð og leika í Grill66-deildinni á næsta tímabili. Auk þeirra leika Víkingur og Hörður frá Ísafirði. Þá er gert ráð fyrir átta venslafélög um deildinni.

Ólafur Víðir sagði í samtali við Handkastið að leikjaniðurröðun í deildinni myndi líklega liggja fyrir um miðjan júlí mánuð.

Þau lið sem eru örugg með sæti í Grill66-deildinni 2025/2026:

Haukar B
Hörður
Fjölnir
Valur B
Grótta
Víkingur
Fram B
HBH / ÍBV B
HK B

Þau lið sem óskuðu eftir því að vera í Grill66-deildinni en þrjú af þessum liðum fá þátttökurétt:

Víðir Garði
Afturelding B / Hvíti Riddarinn
ÍH
Selfoss B
Stjarnan B

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top