Björgvin Páll eini silfurdrengurinn eftir
(Baldur Þorgilsson)

Björgvin Páll Gústavsson (Baldur Þorgilsson)

Björgvin Páll Gústavsson, leikmaður Vals í Olís-deild karla er eini leikmaðurinn af þeim 14 sem unnu til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Peking 2008 sem enn eru að spila. Í gær var það gefið út að Alexander Pettersson liðsfélagi Björgvins hjá Val væri búinn að leggja skóna á hilluna.

Björgvin Páll sem er fæddur árið 1985 var yngsti leikmaðurinn í leikmannahópi Íslands á Ólympíuleikunum í Peking, 23 ára að aldri.

Björgvin Páll sem varð fertugur á dögunum er hvergi nærri hættur en hann skrifaði fyrr á þessi ári undir nýjan þriggja ára samning við Val þar sem hann hefur verið frá árinu 2021.

Íslenski landliðshópurinn á Ólympíuleikunum í Peking 2008:

Björgvin Páll Gústavsson
Hreiðar Levý Guðmundsson
Sturla Ásgeirsson
Guðjón Valur Sigurðsson
Arnór Atlason
Logi Geirsson
Snorri Steinn Guðjónsson
Ólafur Stefánsson
Ásgeir Örn Hallgrímsson
Róbert Gunnarsson
Sigfús Sigurðsson
Sverre Andreas Jakobsson
Ingimundur Ingimundarson
Alexander Pettersson

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top