Endar Dagur Gauta í KA?
(Skapti Hallgrímsson Akureyri.net)

Dagur Gautason (Skapti Hallgrímsson Akureyri.net)

Dagur Gautason er enn án félags eftir að stuttur samningur hans við Montpellier rann út fyrr í sumar. Dagur gekk í raðir Montpellier snemma á þessu ári eftir að sænski hornamaðurin Lucas Pellas sleit hásin. Dagur var áður að mála hjá norska félaginu Arendal.

Hjá Arendal hafði Dagur slegið í gegn en hann var til að mynda valinn besti vinstri hornamaðurinn í norsku deildinni tímabilið 2023/2024 en hann kaus að stökkva á það tækifæri að leika með Montpellier seinni hluta tímabils.

Dagur gerði einungis hálfs árs samninginn við félagið sem nú er runninn út. Montpellier ákvað að framlengja ekki samninginn við KA-manninn.

Í viðræðum við KA og Arendal

Samkvæmt heimildum Handkastsins gæti farið svo að Dagur Gautason geri samning við uppeldisfélag sitt, KA og leiki með liðinu í Olís-deildinni á komandi tímabili. Dagur er samkvæmt heimildum Handkastsins í viðræðum bæði við KA og sitt fyrrum félag, Arendal.

Samkvæmt heimildum Handkastsins var Dagur í viðræðum við danskt úrvalsdeildarfélag fyrr í þessum mánuði. Ekkert hefur þó heyrst af málum Dags síðustu daga.

Dagur sagði í samtali við Handkastið í síðustu viku að einhverjar þreifingar ættu sér stað og hann vonast til að hans mál skýrist á næstu dögum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top