Elias Ellefsen a Skipagotu í leik með Kiel (FRANK MOLTER / dpa Picture-Alliance via AFP)
Þegar GOG seldi lykilmanninn sinn, norska landsliðsmanninn Tobias Grøndahl, til þýska liðsins Füchse Berlin, varð ljóst að félagið stóð frammi fyrir mikilli áskorun að fylla hans skarð. GOG fékk sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og því langt og strangt tímabil framundan hjá félaginu. Telja danskir handboltaspekingar nauðsynlegt að GOG fá einn eða tvo gæðaleikmenn í staðinn, eitthvað sem hefur ekki enn gerst. Stuttu eftir sölu Tobias Grøndahl frá GOG til Þýskalands meistara Fuchse Berlín var Færeyingurinn Elias Ellefsen á Skipagøtu leikmaður Kiel fastlega orðaður við GOG. Í kjölfarið staðfesti þýska liðið að GOG hefði gert tilboð í Færeyinginn. Vonuðust GOG til þess að geta fyllt skarð Norðmannsins með Eliasi sem væri þá annar Færeyingurinn sem myndi ganga í raðir GOG í sumar því áður hafði Óli Mittún besti leikmaður HM U21 í sumar og leikmaður Savehof gengið í raðir danska liðsins. Síðan þá hafa þó tiltölulega litlar fréttir borist af Skipagøtu og það er óljóst hvort það er vegna þess að Kiel eru sjálfir á leikmannamarkaðnum þar sem þeir eru að leita að skyttu. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að GOG er enn ekki búið að fylla skarðið sem Norðmaðurinn skilur eftir sig. Kasper Christensen, þjálfari GOG, hefur áður viðurkennt opinberlega að hópurinn sé of þunnur, sérstaklega með komandi Meistaradeildartímabil í huga. Í viðtali við TV 2 SPORT sagði hann: Það verður athyglisvert að fylgjast með þróun mála og sjá hvað GOG gerir á leikmannamarkaðnum í sumar.
„Við erum of þunnir. Við þurfum einn til tvo gæðaleikmenn til að vera samkeppnishæfir í deildinni og Meistaradeildinni.“
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.