Íslands- og bikarmeistarar Fram mæta FH (Kristinn Steinn Traustason)
Keppni í Olísdeild karla hefst í Garðabænum með leik Stjörnunnar og Vals þann 3.september. 1.umferðin dreifist yfir 4 daga tímabil svo handboltaþyrstir aðdáendur ættu að geta fylgst vel með þegar deildin fer af stað aftur í haust.
Íslands- og bikarmeistarar Fram fara í heimsókn í Kaplakrika og mæta FH þann 4.september.
Nýliðar deildinnar fá bæði heimaleiki í 1.umferð og má ætla að mikið verði um dýrðir. Þórsarar taka á móti ÍR-ingum föstudaginn 5.september í Höllinni á Akureyri og daginn eftir á laugardeginum 6.september taka Selfyssingar á móti KA í Set-höllinni.
Hér að neðan eru fyrstu 3 umferðirnar en það skal þó tekið fram að HSÍ áskilur sér rétt á því að breyta tímasetningum leikja.
1.umferð
Mið 3.sept 19:30 Stjarnan - Valur
Fim 4.sept 19:00 FH - Fram
Fim 4.sept 19:30 Haukar - Afturelding
Fös 5.sept 18:30 ÍBV - HK
Fös 5.sept 19:00 Þór - ÍR
Lau 6.sept 14:30 Selfoss - KA
2.umferð
Fim 11.sept 18:30 ÍR - Selfoss
Fim 11.sept 19:00 HK - Afturelding
Fim 11.sept 19:30 Valur - FH
Fös 12.sept 18:30 ÍBV - Stjarnan
Fös 12.sept 19:00 KA - Haukar
Lau 13.sept 18:30 Fram - Þór
3.umferð
Fim 18.sept 18:30 Haukar - ÍR
Fim 18.sept 19:00 Selfoss - Fram
Fim 18.sept 19:30 FH - ÍBV
Fös 19.sept 18:30 Þór - Valur
Fös 19.sept 19:00 Stjarnan - HK
Lau 20.sept 15:00 Afturelding - KA
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.