Matthías Ingi Magnússon ((ÍR Handbolti)
ÍR tilkynnti í gær á facebook síðu sinni að þeir hefðu gert samning við Matthías Inga Magnússon. Matthías er bráðefnilegur leikmaður sem kemur til liðsins frá Val og samdi við ÍR-inga til ársins 2027. Matthías leikur í vinstra horni en getur einnig brugðið sér fyrir utan og leyst stöðurnar þar. Hann á ekki langt að sækja handboltahæfileikana en eldri systir hans er engin önnur en Elín Rósa Magnúsdóttir sem hélt erlendis í atvinnumennsku í vor.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.