Verða óvæntar endurkomur á Nesinu?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Daði Laxdal Árni Benedikt Árnason ((Eyjólfur Garðarsson)

Samkvæmt heimildum Handkastsins hyggjast þrír uppaldnir leikmenn Gróttu taka fram skóna á nýjan leik og leika með liðinu í Grill66-deildinni á komandi tímabili.

Um er að ræða þá Árna Benedikt Árnason og Daða Laxdal ásamt vinstri hornamanninum, Vilhjálmi Geir Haukssyni.

Grótta leikur í Grill66-deildinni á komandi tímabili eftir að hafa tapað gegn Selfossi í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni. Grótta hafði leikið í Olís-deildinni síðustu fjögur tímabil.

Árni Benedikt lék síðast með Gróttu er liðið féll úr Olís-deildinni tímabilið 2018/2019 undir stjórn Einars Jónssonar. Það tímabil lék Árni 21 af 22 leikjum Gróttu í Olís-deildinni. Daði Laxdal spilaði einn leik með Gróttu það tímabil og Vilhjálmur Geir lék sjö leiki. Það var síðasti leikur Daða með Gróttu en Vilhjálmur Geir lék tvo leiki með Gróttu í Grill66-deildinni tímabilið 2019/2020 er liðið vann sér aftur sæti í Olís-deildinni.

Davíð Örn Hlöðversson tók við liði Gróttu af Róberti Gunnarssyni en Davíð var aðstoðarþjálfari Róberts síðustu þrjú tímabil.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 11
Scroll to Top