Verða óvæntar endurkomur á Nesinu?
(Eyjólfur Garðarsson)

Daði Laxdal Árni Benedikt Árnason ((Eyjólfur Garðarsson)

Samkvæmt heimildum Handkastsins hyggjast þrír uppaldnir leikmenn Gróttu taka fram skóna á nýjan leik og leika með liðinu í Grill66-deildinni á komandi tímabili.

Um er að ræða þá Árna Benedikt Árnason og Daða Laxdal ásamt vinstri hornamanninum, Vilhjálmi Geir Haukssyni.

Grótta leikur í Grill66-deildinni á komandi tímabili eftir að hafa tapað gegn Selfossi í umspilinu um laust sæti í Olís-deildinni. Grótta hafði leikið í Olís-deildinni síðustu fjögur tímabil.

Árni Benedikt lék síðast með Gróttu er liðið féll úr Olís-deildinni tímabilið 2018/2019 undir stjórn Einars Jónssonar. Það tímabil lék Árni 21 af 22 leikjum Gróttu í Olís-deildinni. Daði Laxdal spilaði einn leik með Gróttu það tímabil og Vilhjálmur Geir lék sjö leiki. Það var síðasti leikur Daða með Gróttu en Vilhjálmur Geir lék tvo leiki með Gróttu í Grill66-deildinni tímabilið 2019/2020 er liðið vann sér aftur sæti í Olís-deildinni.

Davíð Örn Hlöðversson tók við liði Gróttu af Róberti Gunnarssyni en Davíð var aðstoðarþjálfari Róberts síðustu þrjú tímabil.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top