Martinovic og Appelgren til Veszprem
(MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Ivan Martinovic ((MARIUS BECKER / dpa Picture-Alliance via AFP)

Þau tíðindi voru að berast að Veszprem hefur fengið þá Ivan Martinovic og Mikael Appelgren frá Rhein-Neckar Lowen og ganga þeir til félagsins strax í sumar. Í staðin fyrir Appelgren fær Rhein-Neckar Lowen Danann, Mike Jensen í skiptum.

Fyrr í dag greindum við frá því að þessi vistaskipti væru langt komin á veg.

Það er Handball Base á Instagram sem staðfestir þessi vistaskipti.

Talið er að ungverska liðið hafi verið tilbúið að greiða 150 þúsund evrur, um 22 milljónir kr til að losa báða leikmennina undan samningi strax í sumar auk þess sem Mike Jensen hafi verið boðið upp í, í skiptum.

Það er alltaf stutt í þá umræðu þegar talað er um Veszprem að liðið sé enn að leita af fyrsta Meistaradeildartitlinum. Það skemmtilega við íþróttir - er að það er alltaf næsta ár. Nú velta menn því fyrir sér, hvort þetta hafi verið púslið sem vantaði til að sækja þann stóra í Köln á næsta ári?

Nú er spurning hvernig Rhein-Neckar Lowen fyllir í skarð Ivan Martinovic en í dag greindum við frá því að Teitur Örn Einarsson sé sterklega orðaður við liðið.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top