Dagur hefur framlengt við ÍBV
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Dagur Arnarsson ((ÍBV)

Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið.

Dagur hefur leikið með ÍBV allan sinn feril en samningur hans við ÍBV rann út í sumar. Nú er hinsvegar ljóst að Dagur heldur áfram að leika með ÍBV í Olís-deildinni næstu tvö árin.

Dagur skoraði 87 mörk fyrir ÍBV í 19 leikjum í vetur sem var eitt af hans bestu tímabilum á ferlinum þó svo að árangur liðsins hafi ekki verið eins og vonir stóðu til.

Þjálfarabreytingar hafa verið gerðar á liði Eyjamanna þar sem Magnús Stefánsson tók við kvennaliðinu en Erlingur Richardsson tók við karla liðinu af Magnúsi.

Mikil eftirvænting ríkir í Vestmannaeyjum fyrir komandi tímabili en ÍBV sóttu í sumar stærsta bitann á leikmannamarkaðnum, þegar Daníel Þór Ingason gekk í raðir ÍBV frá Balingen í Þýskalandi.

Liðið hefur þó misst töluvert af leikmönnum og enn eru reynslu miklir leikmenn án samnings.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 20
Scroll to Top