Dagur Arnarsson ((ÍBV)
Eyjamaðurinn Dagur Arnarsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV. Þetta staðfesti hann í samtali við Handkastið. Dagur hefur leikið með ÍBV allan sinn feril en samningur hans við ÍBV rann út í sumar. Nú er hinsvegar ljóst að Dagur heldur áfram að leika með ÍBV í Olís-deildinni næstu tvö árin. Dagur skoraði 87 mörk fyrir ÍBV í 19 leikjum í vetur sem var eitt af hans bestu tímabilum á ferlinum þó svo að árangur liðsins hafi ekki verið eins og vonir stóðu til. Þjálfarabreytingar hafa verið gerðar á liði Eyjamanna þar sem Magnús Stefánsson tók við kvennaliðinu en Erlingur Richardsson tók við karla liðinu af Magnúsi. Mikil eftirvænting ríkir í Vestmannaeyjum fyrir komandi tímabili en ÍBV sóttu í sumar stærsta bitann á leikmannamarkaðnum, þegar Daníel Þór Ingason gekk í raðir ÍBV frá Balingen í Þýskalandi. Liðið hefur þó misst töluvert af leikmönnum og enn eru reynslu miklir leikmenn án samnings.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.