FH situr hjá í 1.umferð Evrópubikarsins
Sævar Jónsson)

FH er eina íslenska liðið í Evrópubikarnum (Sævar Jónsson)

Það er ljóst að FH situr hjá í 1.umferð Evrópubikarsins en þeir koma beint inn í 64-liða úrslit keppninnar sem fram fer helgarnar 11.-12. október og 18.-19. október.

Evrópska handknattleikssambandið, EHF gaf út lista yfir þau 73 félög sem skráð eru í Evrópubikarinn timabilið 2025/2026 nú í morgun. Deildarmeistarar FH verða eina íslenska karlaliðið sem tekur þátt í Evrópubikarkeppninni á komandi leiktíð en Valur afþakkaði sæti sitt í keppninni. Fram og Stjarnan taka þátt í Evrópudeildinni.

Eins hefur EHF gefið það út að FH verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður 15. júlí í fyrstu og aðra umferð Evrópubikarkeppninnar.

Það verða átján lið sem mæta til leiks í 1.umferð keppninnar en þeir leikir fara fram 6.-7. september og 13.-14.september. Alls eru því 55 lið sem sitja hjá í 1.umferðinni.

Íslensk lið hafa náð langt í keppninni undanfarin ár og það verður gaman að fylgjast með deildarmeisturum FH taka þátt í Evrópukeppni enn eitt tímabilið en liðið tók þátt í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top