Gísli Hrafn framlengir við ÍR
(ÍR handbolti)

Gísli Hrafn í Skógarselinu ((ÍR handbolti)

Gísli Hrafn Valsson hefur skrifað undir samning við ÍR. Samningur hans við félagið er til ársins 2027. ÍR greinir frá þessu á Facebook síðu sinni í dag.

,,Gísli leikur í stöðu markmanns og verður einn þriggja markmann hjá meistarflokki félagsins á næstu leiktíð," segir í tilkynningunni frá ÍR.

Gísli Hrafn er fæddur árið 2006 og er því að ganga uppúr 3.flokki félagsins.

,,Við ÍR-ingar bindum miklar vonir við þennan unga og efnilega markvörð og hlökkum til að fylgjast með honum taka næstu skref á sínum ferli á heimaslóðum!" kemur fram í tilkynningunni.

ÍR endaði í 10.sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð sem nýliðar. Þjálfari ÍR er Bjarni Fritzson.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top