Gísli Hrafn í Skógarselinu ((ÍR handbolti)
Gísli Hrafn Valsson hefur skrifað undir samning við ÍR. Samningur hans við félagið er til ársins 2027. ÍR greinir frá þessu á Facebook síðu sinni í dag. ,,Gísli leikur í stöðu markmanns og verður einn þriggja markmann hjá meistarflokki félagsins á næstu leiktíð," segir í tilkynningunni frá ÍR. Gísli Hrafn er fæddur árið 2006 og er því að ganga uppúr 3.flokki félagsins. ,,Við ÍR-ingar bindum miklar vonir við þennan unga og efnilega markvörð og hlökkum til að fylgjast með honum taka næstu skref á sínum ferli á heimaslóðum!" kemur fram í tilkynningunni. ÍR endaði í 10.sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð sem nýliðar. Þjálfari ÍR er Bjarni Fritzson.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.