Einar Ingi spáir Val deildarmeistaratitli ((Baldur Þorgilsson)
Olís-deild karla hefst eftir 57 daga þegar Stjarnan tekur á móti Val í opnunarleik Olís-deildarinnar. Að því tilefni fékk Handkastið, handboltaspekinginn og góð vin Handkastsins, Einar Inga Hrafnsson til að útbúa ótímabæra spá fyrir deildina og spurði hann aðeins út í stöðu liðanna eins og hún er í dag, 57 dögum áður en deildin hefst. ,,Það verður áhugaverð og spennandi Olís-deild sem tekur á móti okkur í haust. Við erum að missa nokkra af stóru prófílum deildarinnar út í atvinnumennsku þetta sumarið og ekki er leikmannamarkaðurinn hérlendis stór. Þannig við munum væntanlega sjá fleiri erlenda leikmenn í liðum Olísdeildar karla á næsta tímabili heldur en síðustu ár," sagði Einar Ingi. ,,Lið eins og Afturelding og FH hafa misst stóra íslenska þungavigtarprófíla og falla niður listann þegar horft er á niðurstöðu síðasta tímabils. Einnig hafa Fram og Haukar misst lykilmenn úr sínum röðum. En á móti er Stjarnan kannski hástökkvarinn í þessari fyrstu ótímabæru spá tímabilsins 2025/2026. Stjarnan er komin með ungverskt púsl sem þeim vantaði, og svo er líka smá Fram 2024 vibe yfir þeim. Mörg meiðsli settu smá strik í úrslitakeppnina hjá þeim á síðasta tímabili svipað og hjá Fram fyrir ári síðan, þar sem ungir leikmenn fengu mikilvæga eldskírn sem gæti skilað sér á næsta tímabili." ,,HK eru komnir með spennandi umhverfi, á sama tíma og ÍR-ingarnir verða árinu eldri og ætla sér vafalaust inní topp átta. KA, Þór og Selfoss eru mjög óskrifað blað ennþá og verður spennandi að sjá hvort erlendar lausnir koma þar inn til að styrkja liðin. Að lokum er það jú ÍBV sem tillir sér í 3.sætið með stórum félagaskiptum í Daníel Þór Ingasyni úr atvinnumennsku og Jakobi Inga Stefánssyni úr Gróttu sem hefur verið frábær í deildinni síðustu ár. Ásamt því að ég trúi því ekki uppá mína menn í Eyjum að láta óskabarnið Kára Kristján fara. Valur vermir svo toppsætið, búnir að bæta við sig stærsta íslenska bitanum á markaðnum í Degi Árna, ásamt því að sá efnilegasti Gunnar Róbertsson verður væntanlega í stóru hlutverki. Mesta breiddin, reynslan og þekkingin skilar Val í topp sætið í fyrstu ótímabæru spánni," sagði handboltaspekingur þjóðarinnar, Einar Ingi Hrafnsson. Ótímabæra spáin fyrir Olís-deild karla 57 dögum áður en hún hefst:Stjarnan hástökkvarinn
Þrjú lið óskrifað blað
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.