Hrannar Guðmundsson (Sævar Jónsson
Eins og áður hefur komið fram leikur Stjarnan í forkeppni Evrópudeildarinnar í haust. Núna er komið í ljós að Stjarnan verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður 15.júlí næstkomandi. Framarar verða í pottinum þegar dregið verður í riðlakeppnina 18.júlí næstkomandi ásamt mörgum af betri liðum Evrópu. Liðin sem Stjarnan getur mætt eru: Neðri styrkleikaflokkur: HC Kriens-Luzern / Sviss Ljóst er að Stjarnan getur mætt mörgum spennandi liðum þegar dregið verður í höfuðstöðvum EHF í Vín 15.júlí næstkomandi. Leikið er heima og að heiman en fyrri leikurinn fer fram 30.-31.ágúst og síðari leikurinn 6. – 7.september nema liðin komi sér saman um annað. Sigurvegarar úr þessum leikjum komast í Evrópudeildina sem verður leikin 14.október – 2.desember. Í efri styrkleikaflokki ásamt Stjörnunni eru:
HF Karlskrona / Svíþjóð (Ólafur Guðmundsson leikur með Karlskrona)
MRK Dugo Solo / Króatía
Saint-Raphael Var Handball / Frakkland
Idrudek Bidasoa Irun / Spánn
SAH – Skanderborg / Danmörk
MRK Cakovec / Króatía
IK Sävehof / Svíþjóð (Birgir Steinn Jónsson leikur með Savehof)
CS Minaur Baia Mare / Rúmenía
HC Alkaloid / N-Makedónía (Úlfar Páll Monsi Þórðarson er í viðræðum við Alkaloid)
Elverum Håndball / Noregur (Tryggvi Þórisson leikur með Elverum)
RECKEN – TSV Hannover-Burgdorf / Þýskaland
Marítimo da Madeira Andebol SAD / Portúgal
Bathco BM Torrelavega / Spánn
Mors-Thy Handball / Danmörk
BSV Bern / Sviss
HK Malmö / Svíþjóð
MRK Sesvete / Króatía
Stjarnan / Ísland
KGHM Chrobry Glogów / Pólland
RK Gorenje Velenje / Slóvenía
ABC De Braga / Portúgal
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.