Nicolai Kristensen (
Þeir þrír erlendu leikmenn sem léku með KA í Olís-deild karla á síðustu leiktíð hafa allir yfirgefið KA og leika ekki með liðinu á næstu leiktíð. Þetta staðesti Jón Heiðar Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar KA við Handkastið. Um er að ræða markvörðinn Nicolai Kristensen, hægri hornamanninn Ott Varik og örvhentu skyttuna Marcus Rattel. Þeir Nicolai og Ott Varik höfðu leikið með KA síðustu tvö tímabil. Nicolai sem er norskur markvörður gekk til liðs við KA frá norska liðinu Notteroy en Ott Varik sem er eistneskur hægri hornamaður kom frá Viljandi í heimalandi sínu. Marus Rattel sem kemur einnig frá Eistlandi kom til KA fyrir síðasta tímabil en var í litlu sem engu hlutverki í Olís-deildinni á síðustu leiktíð. KA endaði í 9.sæti Olís-deildarinnar á síðustu leiktíð en miklar breytingar hafa orðið á liðinu frá síðasta tímabili en auk erlenda þríeykisins þá var Dagur Árni Heimisson seldur til Vals fyrr í sumar.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.