wValur ((Baldur Þorgilsson)
Ríkjandi Evrópubikarmeistarar og Íslandsmeistarar Vals fara í 1.umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en vinna þarf tvö einvígi í forkeppninni til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Valur er eina íslenska kvennaliðið sem er skráð í Evrópudeildina á komandi tímabili en 37 lið eru skráð í keppnina. Einungis fjögur lið eru nú þegar gulltryggð í riðlakeppnina. Það eru meistarar síðasta árs Thuringer frá Þýskalandi, Nyköbing frá Danmörku, Sola frá Noregi og Corona Brasov frá Rúmeníu. 18 lið taka þátt í 1.umferð forkeppninnar en þar er Valur í neðri styrkleikaflokki. Efri styrkleikaflokkur í 1.umferð: (Þar með liðin sem Valur gæti mætt) Neðri styrkleikaflokkur í 1.umferð: Dregið verður í 1.umferð forkeppninnar 15.júlí en leikirnir fara fram 27.-28. september og 4.-5. október.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.