Valur fer í 1.umferð forkeppni Evrópudeildarinnar
(Baldur Þorgilsson)

wValur ((Baldur Þorgilsson)

Ríkjandi Evrópubikarmeistarar og Íslandsmeistarar Vals fara í 1.umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en vinna þarf tvö einvígi í forkeppninni til að komast í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Valur er eina íslenska kvennaliðið sem er skráð í Evrópudeildina á komandi tímabili en 37 lið eru skráð í keppnina. Einungis fjögur lið eru nú þegar gulltryggð í riðlakeppnina. Það eru meistarar síðasta árs Thuringer frá Þýskalandi, Nyköbing frá Danmörku, Sola frá Noregi og Corona Brasov frá Rúmeníu.

18 lið taka þátt í 1.umferð forkeppninnar en þar er Valur í neðri styrkleikaflokki.

Efri styrkleikaflokkur í 1.umferð: (Þar með liðin sem Valur gæti mætt)

  • Skara HF (Svíþjóð) (Aldís Ásta Heimisdóttir leikur með Skara)
  • LC Brühl Handball (Sviss)
  • DHK Baník Most (Tékkland)
  • ŽRK Crvena Zvezda (Serbía)
  • Armada Praxis Yalikavakspor SK (Tyrkland)
  • Hypo Niederösterreich (Austurríki)
  • Sport Lisboa e Benfica (Portúgal)
  • O.F.N. Ionias (Grikkland)
  • JuRo Unirek VZV (Holland)

Neðri styrkleikaflokkur í 1.umferð:

  • Valur (Ísland)
  • IK Sävehof (Svíþjóð) (Elín Klara Þorkelsdóttir leikur með Savehof)
  • SPONO Eagles (Sviss)
  • HH Elite (Danmörk)
  • Molde Elite (Noregur)
  • CS Rapid Bucuresti (Rúmenía)
  • ES Besançon Féminin (Frakkland)
  • Motherson Mosonmagyaróvári KC (Ungverjaland)
  • GC Amicitia Zürich (Sviss)

Dregið verður í 1.umferð forkeppninnar 15.júlí en leikirnir fara fram 27.-28. september og 4.-5. október.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top