Danskur leikmaður á leið í Aftureldingu
(Raggi Óla)

Afturelding Stefán Árnason ((Raggi Óla)

Oscar Lykke, ungur Dani sem lék með TMS Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð er á leið í Aftureldingu samkvæmt heimildum Handkastsins. Í Mosfellsbænum vonast menn til að geta tilkynnt hann sem nýjan leikmann liðsins í vikunni.

Oscar Lykke á að fylla það skarð sem Blær Hinriksson skilur eftir sig en eins og Handkastið hefur fjallað um bendir allt til þess að Blær leiki erlendis á næsta tímabili.

Oscar sem verður tvítugur í ágúst er sagður vera 195 cm á hæð á heimasíðu evrópska handknattleikssambandsins, EHF. Hann er uppalinn hjá danska félaginu, TIK Taastrup en gekk í raðir TMS Ringsted 17 ára að aldri.

Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Ringsted síðasta sumar og lék sitt fyrsta tímabil í dönsku úrvalsdeildinni á nýafstöðnu tímabili. Þar fékk hann fá tækifæri en vonast eftir stóru og veigamiklu hlutverki í Aftureldingu.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top