Róbert Aron fór í aðgerð á ökkla
(Baldur Þorgilsson)

Róbert Aron Hostert ((Baldur Þorgilsson)

Hinn þrautreyndi leikmaður Vals, Róbert Aron Hostert gekkst undir aðgerð í júní mánuði á ökkla. Hann gerir þó fastlega ráð fyrir því að vera klár á nýjan leik þegar nýtt tímabil í Olís-deild karla fer af stað í byrjun september mánaðar.

,,Ég fór í lítilsháttar aðgerð á ökklanum. Þetta eru meiðsli sem hafa verið að hrjá mig í langan tíma og því var kominn tími á að gera við þetta. Það þurfti að taka beinbita, flísar og hreinsa aðeins til," sagði Róbert Aron í samtali við Handkastið. Hann segir að aðgerðin hafi gengið vel.

,,Við erum að setja stefnuna á að ég verði byrjaður að æfa á fullu um miðjan ágúst mánuð."

Róbert Aron er samningsbundinn Val út næsta tímabil en á ferlinum hefur hann leikið með uppeldisfélagi sínu Fram og ÍBV auk þess sem hann spilaði með danska úrvalsdeildarfélaginu, Mors-Thy. Róbert Aron hefur gert það sem fáir íslenskir leikmenn geta státað sig af, orðið Íslandsmeistari með þremur mismunandi félögum.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top