Róbert Aron fór í aðgerð á ökkla
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Róbert Aron Hostert ((Baldur Þorgilsson)

Hinn þrautreyndi leikmaður Vals, Róbert Aron Hostert gekkst undir aðgerð í júní mánuði á ökkla. Hann gerir þó fastlega ráð fyrir því að vera klár á nýjan leik þegar nýtt tímabil í Olís-deild karla fer af stað í byrjun september mánaðar.

,,Ég fór í lítilsháttar aðgerð á ökklanum. Þetta eru meiðsli sem hafa verið að hrjá mig í langan tíma og því var kominn tími á að gera við þetta. Það þurfti að taka beinbita, flísar og hreinsa aðeins til," sagði Róbert Aron í samtali við Handkastið. Hann segir að aðgerðin hafi gengið vel.

,,Við erum að setja stefnuna á að ég verði byrjaður að æfa á fullu um miðjan ágúst mánuð."

Róbert Aron er samningsbundinn Val út næsta tímabil en á ferlinum hefur hann leikið með uppeldisfélagi sínu Fram og ÍBV auk þess sem hann spilaði með danska úrvalsdeildarfélaginu, Mors-Thy. Róbert Aron hefur gert það sem fáir íslenskir leikmenn geta státað sig af, orðið Íslandsmeistari með þremur mismunandi félögum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 26
Scroll to Top