Dagur Gautason (Julien Kammerer / DPPI via AFP)
Vinstri hornamaðurinn Dagur Gautason er á leið aftur í Arendal. Þetta herma heimildir Handkastsins. Dagur yfirgaf Arendal í byrjun árs og gerði skammtíma samning við stórlið Montpellier í Frakklandi. Samningur hans við Montpellier var ekki framlengdur og hefur Dagur því verið án félags frá því í sumar. Handkastið skrifaði um það í síðustu viku að samtalið milli Dags og KA væri virkt en samkvæmt heimildum Handkastsins bauð KA, Degi samning. Jón Heiðar Sigurðsson formaður handknattleiksdeildar KA staðfesti að KA hafi átt í samtali við Dag. Hugur Dags leitar þó í það að vera áfram í atvinnumennsku og nú virðist öll vötn renna til Arendal í Noregi. Hjá Arendal hafði Dagur slegið í gegn og var til að mynda valinn besti vinstri hornamaðurinn í norsku úrvalsdeildinni tímabilið 2023/2024.
Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.