Valsstelpur gætu mætt Elínu Rósu og Díönu Dögg
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Thea Imani Sturludóttir ((Baldur Þorgilsson)

Íslands-deildar og Evrópubikarmeistarar Vals í kvennaflokki mæta hollenska liðinu JuRo Unirek VZV í 1.umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Vinna þarf tvær umferðir til að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Dregið var í forkeppni Evrópudeildarinnar í höfuðstöðvum EHF í Vín í dag.

Fyrri leikur liðanna fer fram í Hollandi helgina 27.-28. september en seinni leikurinn fer fram í N1-höllinni helgina 4.-5. október.

Vinni Valur einvígið gegn JuRo Unirek VZV mætir það Íslendingaliðinu, Blomberg-Lippe frá Þýskalandi í 2.umferð forkeppninnar en með liðinu leika þær Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir fyrrum leikmenn Vals auk Andreu Jacobsen.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 12
Scroll to Top