Valsstelpur gætu mætt Elínu Rósu og Díönu Dögg
(Baldur Þorgilsson)

Thea Imani Sturludóttir ((Baldur Þorgilsson)

Íslands-deildar og Evrópubikarmeistarar Vals í kvennaflokki mæta hollenska liðinu JuRo Unirek VZV í 1.umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Vinna þarf tvær umferðir til að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Dregið var í forkeppni Evrópudeildarinnar í höfuðstöðvum EHF í Vín í dag.

Fyrri leikur liðanna fer fram í Hollandi helgina 27.-28. september en seinni leikurinn fer fram í N1-höllinni helgina 4.-5. október.

Vinni Valur einvígið gegn JuRo Unirek VZV mætir það Íslendingaliðinu, Blomberg-Lippe frá Þýskalandi í 2.umferð forkeppninnar en með liðinu leika þær Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir fyrrum leikmenn Vals auk Andreu Jacobsen.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top