Væri skemmtilegt að mæta toppliði í þýsku úrvalsdeildinni
(Baldur Þorgilsson)

Anton Rúnarsson ((Baldur Þorgilsson)

Íslands, deildar og Evrópubikarmeistarar Vals í kvennaflokki mæta hollensku meisturunum í JuRo Unirek VZV í 1.umferð forkeppni Evrópudeildarinnar. Vinna þarf tvær umferðir til að tryggja sér sæti í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Anton Rúnarsson nýráðinn þjálfari kvennaliðs Vals líst ágætlega á það að mæta hollensku meisturunum í 1.umferð.

,,Það er alveg ljóst að það er enginn auðveldur andstæðingur í forkeppninni fyrir Evrópudeildina og verður þetta krefjandi verkefni að takast á við. Það er alveg klárt mál. Við munum á næstunni afla okkur frekari upplýsinga um liðið og leikgreina til að rýna betur í andstæðinginn," sagði Anton Rúnarsson í samtali við Handkastið.

Vinni Valur einvígið gegn JuRo Unirek VZV mætir það Íslendingaliðinu, Blomberg-Lippe frá Þýskalandi í 2.umferð forkeppninnar en með liðinu leika þrjár íslenskir landsliðsmenn. Tveir fyrrum leikmenn Vals þær, Díana Dögg Magnúsdóttir og Elín Rósa Magnúsdóttir auk Andreu Jacobsen.

Elín Rósa gekk í raðir Blomberg-Lippe frá Val eftir síðasta tímabil.

,,Ef vel tekst til í 1. umferðinni þá er alltaf gaman að mæta íslendingum sem spila erlendis í Evrópukeppni. Það eru sterkar tengingar þar sem að Elín Rósa og Díana Dögg eru báðir fyrrverandi leikmenn liðsins og spiluðu þær báðar frábærlega með Val og þekkja félagið vel. Andrea Jacobsen spilar þar einnig og væri það skemmtilegt fyrir íslenskan handbolta að mæta toppliði í þýsku bundesligunni sem er mjög vel mannað. Það væri verðugt verkefni að mæta liði sem komst alla leið Final 4 í Evrópudeildinni á síðustu leiktíð," sagði Anton en lagði áherslu á að fyrst þyrfti að leggja einbeitingu á hollenska liðið áður en hugsað yrði lengra.

Fyrri leikur Vals og JuRo Unirek fer fram í Hollandi helgina 27.-28. september en seinni leikurinn fer fram í N1-höllinni helgina 4.-5. október.

Hér er hægt að sjá alla evrópudrættina sem fram fór í gær.

Nýjustu fréttir

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top